Þýskir sjóræningjar á Íslandi

Members of the german Piraten Partei in front of the statue of Jón Sigurðsson,  leader of the 19th century Icelandic independence movement. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

í október fékk ég það verkefni að skrásetja heimsókn þriggja meðlima þýska sjóræningaflokksins – Piraten Partei –  ásamt blaðamanni Der Spiegel. Flokkur þessi hefur náð töluverðu fylgi í Berlín þar sem fengu 8.9% fylgi og 15 sæti á þingi. Þeir komu hingað m.a. til að hitta meðlimi Besta flokksins og kynna sér hvernig meðlimum flokksins hefur gengið að fóta sér á nýjum starfsvetvangi.

Members of the german Piraten Partei get a tour of Alþingi Parlament building in Reykjavik lead by Guðmundur Steingrímsson. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Flokkurinn minnir á Besta flokkinn að því leyti að meðlimir hans hafa enga reynslu af politík og koma til dyrana eins og þeir eru klæddir. Andstæðingar þeirra í stjórnmálum hafa átt erfitt með að taka á þeim, því þeir viðurkenna blákalt þegar þeir vita ekki svörin við spurningum. Líkt og Besti flokkurinn fengu þeir fyrst og fremst óánægjufylgi. Því virðist sem þreyta almennings á hefðbundinni stjórnsýslu og stjórnmálaflokkum sé hnattræn.

Þeir félagar gerðu mikið úr möguleikum Íslands í því að hýsa hér örugga netþjóna. Þeir vilja meina að við séum í einstakri stöðu til að skapa öruggari netþjónabú. Hér ætti t.d. WikiLeaks og sambærilegt viðkvæmt efni heima. Þeir hittu meðal annars Birgittu Jónsdóttur í tengslum við þetta.

Members of the german Piraten Partei   meeting with Birgitta Jónsdóttir at Café Hressó Reykjavík. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Þetta eru miklir tölvunerðir og stefnumál flokksins snúast ekki síst um óheftan aðgang að Netinu, bann við hvers konar ritskoðun á efni þess og að fjarskiptatækni verði aðgengileg almenningi á hagstæðari kjörum. Þeir vilja auka gagnsæi stjórnsýslunnar með því að innleiða opinn gagnagrunn sem sýnir hvernig málefni og hugmyndir fæðast, hverjir eru með eða á móti – ekki ósvipað og Reykjavíkurborg hefur innleitt með Betri Reykjavík.

Members of the German Piraten Partei by Lake Kleifarvatn on the Reykjanes Peninsula, Iceland. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *