Fluttur!

Nýtt ár byrjar á nýjum stað. Ég hef nú flutt mig um set frá Hólmaslóð upp í Ögurhvarf í Kópavogi.

Segja má að ég fari úr vestasta enda höfuðborgarsvæðisins til þess austasta. Hér er gott pláss fyrir mig og mitt hafurtask, fínt stúdíó og góð aðstaða fyrir prentarana.  Helsta ástæða flutningsins er þó fyrst og fremst nálægð við heimilið. Nýja vinnustofan í göngufæri frá Norðlingaholtinu, svo þetta á eftir að muna miklu í tíma- og olíusparnaði.

Nýja vinnustofan er sem sagt að Ögurhvarfi 2, við hliðina á Garmin búðinni.

5 thoughts

  1. Þetta er alveg virkilega glæsilegt stúdíó !

    Maður verður að koma og kíkja á þetta við tækifæri hjá þér 🙂

    til hamingju

  2. Takk fyrir það.
    Bara svo það sé á hreinu þá er veldið ekki slíkt á mér að ég hafi þessa aðstöðu einn. Ég deili auðvitað plássinu með öðru fólki. Við erum í allt fimm þarna, fjórir ljósmyndarar og einn innanhúsarkitekt er væntanlegur í hópinn um miðjan mánuðinn.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *