Monique & Ágúst

Gústi og Monique gengu að eiga hvort annað 15. apríl síðastliðinn í Sunningdale Park í Bretlandi. Gústi er gamall skólabróðir úr Árbæjarskóla og því þótti mér mjög vænt um það þegar hann hafði samband og spurði hvort ég væri til í að koma út til að skrásetja stóra daginn þeirra.

Gústi er slagverksleikari af guðs náð og hefur undanfarin ár m.a. lamið húðir í söngleikjum sem settir eru upp í London og víðar um England. Það var einmitt í vinnunni sem hann kynntist Monique en hún starfar sem sviðsstjóri. Þar sem þau eru bæði úr bransanum eiga þau fjölmarga vini sem eru frábærir tónlistarmenn og söngvarar. Brúðkaupið var því ein allsherjar veisla fyrir tónelska. Í Northcote House var sett upp alvöru hljóðkerfi og hvert snilldarbandið steig á stokk á fætur öðru.

Þetta var meiriháttar brúðkaup og gaman að fá að taka þátt í því með góðum vinum. Ég þakka fyrir mig Gústi og Monique!

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *