Barnamyndatökur

Að ljósmynda börn er eitt það skemmtilegasta sem ég geri, en um leið með því erfiðasta. Myndatakan verður að vera á þeirra forsendum ef myndirnar eiga að vera góðar og endurspegla þann karakter sem barnið er.

Ásamt hefðbundnum myndatökum í studio býð ég upp á að koma heim til ykkar eða við finnum okkur hentugt svæði úti við. Það býður upp á skemmtilega fjölbreytni og börnin eru líklegri til að finna til öryggis á heimavelli. Í slíkum myndatökum eyði ég mun meiri tíma með ykkur og tek mikið af myndum af allri fjölskyldunni, þó með aðaláherslu á börnin. Markmiðið er að búa til ljósmyndabók um fjölskylduna þína, eigulegan grip sem er meira en bara “myndataka”.

Auk þessa get ég afgreitt myndirnar á hverju því formi sem þið óskið eftir. Myndir í albúm eða stækkanir í ramma. Ég hýsi ennfremur vefgallery á Netinu þar sem þið getið deilt myndunun með fjölskyldu og vinum sem þið kjósið (læst með lykilorði).

Hafðu samband til að fá nánari upplýsingar um möguleikana og verð.

Ummæli viðskiptavina:

“Við höfum verið svo lánsöm að fá Christopher undanfarin ár reglulega í heimsókn til okkur. Hann hefur tekið töfrandi myndir af drengjunum okkar. Þeir eru öruggir á heimavelli, karakter þeirra kemur fram á einsakan hátt í myndefninu, fjölbreytt svipbrigði, óþvinguð augnablik, fjör og kyrrð, litadýrð, ljós og skuggar, gleði og grátur, óvænt sjónarhorn, allt sem prýðir alvöru ljósmyndir, úti sem inni. Christopher er frábær barnaljósmyndari sem hefur ræktað hæfileika sína vel. Mætti hann taka myndir af sem flestum börnum.”
Pálína Margrét Hafsteinsdóttir