Brúðkaupsmyndir

From Rachel and Martin's wedding at Búðir, Iceland. (Christopher Lund/©2007 Christopher lund)

Ég hef tileinkað mér brúðkaupsljósmyndun sem má kenna við fréttaljósmyndun að vissu leyti. Ég reyni að ná raunverulegum augnablikum frekar en að stílfæra þennan dag. Yfir daginn tek ég hundruðir mynda á sama tíma og ég passa upp á að trufla ekki eða vekja athygli á nokkurn hátt. Þannig næ ég augnablikum sem eru ómetanleg og segja söguna á sannan hátt.

Ágúst and Monique Sveinsson wedding at De Vere Venues - Sunningdale Ascot. (Christopher Lund/©2012 Christopher Lund)Ég vinn jafnt með svart/hvítar og litmyndir, allt eftir því sem ég tel henta hverju sinni. Myndatakan af brúðhjónunum eftir athöfn þarf að ganga hratt og vel, því gestirnir bíða! Ég hef það sem reglu að hitta viðskiptavini mína fyrir stóra daginn og fara yfir óskir þeirra og praktíska hluti. Þannig leggjum við grunninn að vel heppnaðri myndatöku.

Sigurrós Pétursdóttir og Davíð Stefán Guðmundsson gifta sig. Frá brúðkaupsveislunni í Súlnasal Hótel Sögu. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Margar af mínum bestu brúðkaupsmyndum eru frá veislunni. Ég er vel vakandi og fylgist jafnt með brúðhjónum og gestum. Þannig nást fallegar ljósmyndir af þeirri gleði sem ríkir þennan dag.

Ég afgreiði myndirnar mínar ekki albúmi heldur í ljósmyndabók. Um er að ræða innbundna harðspjaldabók með kápu. Myndirnar skila sér mjög vel og eru ýmist stórar, stakar á síðu eða fleiri og minni. Á þessu formi er hægt að leika sér með uppsetningu og þannig skapa einstakan grip fyrir hvern og einn.

Afgreiðslutími er 2-3 vikur frá tökudegi. Ég vinn strax úr myndunum, set upp bókina og sendi svo frá mér til prentunar. Bækurnar eru framleiddar erlendis.

Verðskráin er í beinu samhengi við þann tíma sem ég er við myndatöku og úrvinnslu myndanna. Innifalið í verðinu er ljósmyndun, úrval mynda, eftirvinnsla þeirra og afhending í sérunni ljósmyndabók. Ég útbý ennfremur vefgallery sem brúðhjónin geta deilt með vinum og fjölskyldu.

Fjöldi mynda er ekki fastur, því ég legg meiri áherslu á fjölbreytni og að bækurnar séu skemmtilega uppsettar, en nákvæman fjölda mynda.

.: Verðskrá (gildir frá 1.janúar 2017) :.

Athöfn og myndataka
50-70 myndir í fallegri ljósmyndabók* – 190.000.- kr.

Athöfn, myndataka og veisla, allt að 5 klst**
150+ myndir í fallegri ljósmyndabók* – 300.000.- kr

Allur dagurinn frá undirbúningi til lok veislu (engin tímamörk)
200+ myndir í fallegri ljósmyndabók* – 390.000.- kr

Eingöngu myndataka
25-35 myndir í fallegri ljósmyndabók* – 120.000.- kr.

**Eftirfarandi klst í veislu + 15.000.- kr
*Falleg ljósmyndabók, innbundin og með kápu. Virkilega eigulegur gripur og frábær heimild frá stóra deginum.