Gleðilegt ár!

Gleðilegt ár kæru vinir, nær og fjær.

Við fjölskyldan endurtókum leikinn frá því í fyrra og skelltum okkur norður á Akureyri um áramótin til að skíða inn í nýtt ár. Það er notalegt að vera hér í höfðustað norðurlands yfir áramót, ekki síst þegar veðrið leikur við mann og við komumst í brekkurnar til að brenna svolítið af hátíðar-eldsneytinu sem hefur óneitanlega safnast fyrir utan á manni.

Árið 2011 var okkur gott, við fjárfestum í mörgum góðum minningum í ferðalögum okkar um landið og nutum þess að hitta fjölskyldu og vini.

Árið 2012 verður án efa spennandi. Það eru breytingar í vændum hjá mér. Ég flyt vinnustofuna frá Hólmaslóðinni upp í Ögurhvarf núna í jánúar. Nýja aðsetrið er í göngufæri frá heimili mínu, svo það er töluvert þægilegra og spara aksturstíma og olíu. Ljósmyndaferðaþjónustan mín er líka að vaxa og það þýðir kallar á gott skipulag og samvinnu við fjölskylduna í sumar. Ég fer því spenntur inn í nýtt ár og hlakka til að takast á við verkefnin sem fyrir liggja í leik og starfi.

 

Lakkrístoppar á laugardegi

Arndís bakar lakkrístoppa fyrir jólin. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Fjölskyldan er kominn í jólaskap. Frúin er búinn að gera snilldar piparmyntukonfekt og Arndís bakaði lakkrístoppa í gær. Í dag stendur til að krækja sér í jólatré hjá Skógræktinni á Jólamarkaðnum við Elliðavatn og baka svo eina sort í viðbót.

Langt síðan ég hef verið kominn í jólaskap svona snemma í desember. Veit ekki alveg hvað veldur. Kannski kann maður betur að meta þessar fjölskyldustundir með aldrinum?

Oft hrekk ég í bullandi ljósmyndagír þegar við erum að gera eitthvað svona hér heima við.  Mér finnst það ferlega gaman að búa til smá sögu með myndunum.

Dansað í desember

Bjargey á æfingu í Jazzballet hjá JSB í Laugardalshöll. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Það er sá tími ársins að foreldrar fá að líta inn á æfingu hjá JSB þar sem Bjargey stundar listdansnám. Stelpurnar taka slíkum framförum að það er óhætt að segja að þær taki flugið. Það var stolltur pabbi sem fylgdist með og smellti af í gríð og er í Laugardalshöll í dag. Hér eru nokkrar fleiri myndir frá æfingunni.

Ari 8 ára

Ari Carl tekur upp afmælispakka að morgni dags. Star Wars Lego er aðal má¡lið hjá 8 ára gutta. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Það var ekki lítið glaður átta ára gutti sem opnaði nokkra pakka upp í rúmi hjá mömmu og pabba í morgun. Star Wars á hug hans allan um þessi mundir og því hitti Lego Star Wars geimflaugin og tölvuleikurinn beint í mark. Það er skrítið til þess að hugsa að átta ár séu síðan þessi gaur kom í heiminn.

Ég með Ara á handlegg að taka mynd í­ baðspegilinn í­ Hraunbænum. (Christopher Lund)

Það er ekki síst á tímamótum eins og afmælisdögum sem maður sest aðeins niður og skoðar myndasafnið. Rennir í gegnum alla gullmolana sem maður á. Ég hef alltaf verið duglegur við að ljósmynda börnin mín. Þetta eru dýrmætustu myndirnar mínar.

Þessi mynd hér að ofan er tekin þegar kauði er ca 9 mánaða, sama dag og ég smellti af myndinni sem e-h fékk lánaða til að myndskreyta “Hver á að borga icesave? – essasú?”. 

Hér eru nokkrar fleiri myndir frá því í morgun sem slideshow. 

Flateyjartími

 (Christopher Lund/©2010 Christopher Lund)

Það er kominn Flateyjartími. Hin árvissa Flateyjarferð verður farin næstu helgi. Vinahópurinn minn er svo lánsamur að hafa aðgengi að góðum húsakosti á þessari dásamlegu eyju á Breiðafirði. Börnin okkar eru farin að miða upphaf sumars við þessa ferð. Ekki skrítið, þar sem við höfum nánast alltaf upplifað fádæma veðurblíðu þarna í lok maí.

 (Christopher Lund/©2010 Christopher Lund)

Í gegnum tíðina hef ég verið nokkuð duglegur að ljósmynda í þessum ferðum. Það eru ekki síst börnin sem eru viðfangsefni, enda er vinahópurinn minn bæði fagur og frjósamur. Ég hef oft spáð í því hvað ég er lánsamur að hafa þessa ástríðu. Vissulega kraumar hún missterkt frá degi til dags. En á stað eins og Flatey er varla hægt annað en að finna sterkt fyrir henni.

 (Christopher Lund/©2010 Christopher Lund)

Hérna má skoða fleiri myndir úr Flateyjarferð 2010.

 

 

Sveitin

Blue Overalls hanging out to dry outside a farm in South Iceland. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Ég fór um helgina í ferð með 66 Norður. Með í för var hópur erlendra blaðamanna, sem var komin til að kynna sér vörur 66 Norður og hvað Ísland hefur að bjóða ferðamönnum – ekki síst þeirra sem stunda útivist. Megin tilgangur ferðarinnar var að ganga á Hvannadalshnúk á laugardeginum. En það var meira á dagskrá en bara Hnúkurinn. Á leiðinni austur var gert stutt stopp í sveitinni, á dæmigerðum íslenskum sveitabæ.

Old farm house in South Iceland. Large green sacks of fertilizer in front of the building. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Ég held að bændur geri sér margir ekki grein fyrir því hversu miklar gersemar þeir eru með í höndunum. Að komast í snertingu við alvöru sveit, sjá gömlu bæina við hlið þeirra nýju og komast í tæri við dýrin, er upplifun sem margir útlendingar hafa ekki tækifæri til í sínu heimalandi.

Rooster and Hens outside a farm in South Iceland. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Það sem okkur finnst merkilegt er ekki endilega það sem erlendum gestum þykir merkilegt og öfugt. Konan á þessum fallega bæ tók á móti gestunum með opnum örmum og bauð upp á kaffi og meðlæti inn á heimili sínu. Þegar hún sá að ég var að ljósmynda gömlu húsin sagðist hún skammast sín fyrir ástand þeirra. Hún vissi ekki að fólkið heillaðist að nákvæmlega þessu og fannst frábært að fá að sjá hvernig fólk hafði búið áður. Ég sagði henni að sjarminn við staðinn væri ekki síst sá að upplifa söguna svona ljóslifandi. Það sem okkur þykir ljótt getur nefnilega verið gullfallegt í augum annara.