Landslag

Inside an Ice Cave in Breiðármerkurjökull Glacier, Southeast Iceland. (Christopher Lund/©2015 Christopher Lund)

Það er óumflýjanlegt að heillast af náttúru og landslagi Íslands. Andstæðurnar og krafturinn í landinu, í bland við einstakt ljósið á norðuhveli jarðar skapar frábærar aðstæður til landslagsljósmyndunar. Svo lengi sem ég man eftir mér hefur náttúran  kallað á mig. Ég var lánsamur að fá ungur tækifæri til að ferðast vítt og breitt um Ísland ásamt foreldrum mínum.

Það er því ekki undarlegt að mér líður hvað best niðursokkinn við að fanga landið með myndavélinni – með það að markmiði að deila því með öðrum. Frá 2010 hef ég boðið sérsniðnar ljósmyndaferðir fyrir erlenda ferðamenn. Þá þjónustu býð undir nafninu Iceland Photo Guide. 

Ash from Volcano Eyjafjallajökull on the usually black sand beach of Vík, South Iceland. Tire tracks in the sand. Reynisdrangar Sea Stacks in background, ashcloud above. (Christopher Lund/©2010 Christopher Lund)

Myndirnar mínar hafa ratað víða, bæði í net- og prentmiðla og sem listaverk á veggjum fyrirtækja eða einstaklinga. Ef þig langar að eignast mynd eftir mig getur þú skoðað úrvalið hér í myndasafninu mínu. Ef þú hefur sérstakar óskir hvet ég þig til að hafa samband