Prentun

Ég sætti mig ekki við neina meðalmennsku þegar það kemur að stækkun eða útprentun verka minna eða þegar ég vinn fyrir aðra. Ég býð því upp hágæða 12 lita bleksprautuprentun. Þessi prentun er sú nákvæmasta sem völ er á og komin fram úr hefðbundnum silfurhalíð myndum. Upplausnin er allt að 2400 dpi og eingöngu notað pigment blek og archival grade pappír frá viðurkenndum framleiðendum.

Prentun úr Canon iPF8300 með Canon Lucia II pigment bleki gefur mun meiri litmettun heldur en hefðbundnin ljósmyndapappír. Það þýðir dýpri og sterkari litir, meiri kontrast og skerpa. Endingin er mjög góð eða almennt um 100 ár, miðað við 120 lux í 12 tíma á dag. Ég styðst við lista yfir endingu á hráefninu frá Wilhelm Imaging Research sem óháð rannsóknarstofnun. Til að fá góða endingu er mikilvægt að velja réttan pappír.

En tækin segja ekki nema hálfa söguna. Ég býð upp á yfirlegu og samvinnu sem tryggir útkomuna sem þú ert að leita eftir. Ef þekkingin er ekki til staðar verður útkoman aldrei nógu góð.

Ég hef áralanga þjálfun í því að vinna hágæða myndir. Ég byrjaði snemma að læra af föður mínum Mats. Sá gamli er mjög kröfuharður og því var það góður skóli. Það var dýrmætt að læra handverkið frá grunni. Það nýtist mér ekki síður í dag, þó að stafræn tækni hafi yfirtekið myrkraherbergið og framköllunarvökvann.

Hafðu samband ef þú hefur áhuga á því að fá mig til að vinna myndir fyrir þig. Ég geri þér gjarnan tilboð í verkið og aðstoða einnig með aðra þætti eins og frágang óskir þú þess.