Lakkrístoppar á laugardegi

Arndís bakar lakkrístoppa fyrir jólin. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Fjölskyldan er kominn í jólaskap. Frúin er búinn að gera snilldar piparmyntukonfekt og Arndís bakaði lakkrístoppa í gær. Í dag stendur til að krækja sér í jólatré hjá Skógræktinni á Jólamarkaðnum við Elliðavatn og baka svo eina sort í viðbót.

Langt síðan ég hef verið kominn í jólaskap svona snemma í desember. Veit ekki alveg hvað veldur. Kannski kann maður betur að meta þessar fjölskyldustundir með aldrinum?

Oft hrekk ég í bullandi ljósmyndagír þegar við erum að gera eitthvað svona hér heima við.  Mér finnst það ferlega gaman að búa til smá sögu með myndunum.

Nuffins


Muffinsbakstur, ungir bakarar speglast í ofninum. EOS 1Ds Mark II, EF 35mm f/1.4L.

Í kvöld var bakað Muffins, eða Nöffins eins og dætur mínar sögðu alltaf. Ég lét nú bara ormana um þetta á meðan ég lék mér með myndavélina. Maður má ekki gleyma að festa svona hversdaglega hluti á “filmu”. Maður ætti kannski að segja festa á minniskort?

Stelpurnar mínar eru í vetrarfríi á morgun og hinn. Merkilegt þetta íslenska vetrarfrí. Bara skólabörn í fríi. Myndi það drepa íslenskt þjóðfélag ef fullorðnir fengju að taka sér frí líka? Ég ætla að ræða við yfirmanninn…

Ég tók meira af myndum í kvöld og þær er hægt að skoða hér. Þetta er snilldar myndagallery sem Óli Haralds á heiðurinn af. Það er byggt á zenphoto og er mjög einfalt og þægilegt. Þið getið meira að segja látið álit ykkar í ljós við hverja mynd!