Hraðportrett með aðstoð PocketWizard

Geir Hilmar Haarde (born 8 April 1951) was Prime Minister of Iceland from 15 June 2006 to 1 February 2009 and Chairman of the Icelandic Independence Party from 2005 to 2009. In September 2010, Geir became the first Icelandic minister to be indicted for misconduct in office, and will stand trial before the Landsdómur, a special court for such cases. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Í ljósi umræðu síðasta pósts er það kannski kaldhæðni af mér að halda því fram að hægt sé að taka gott portrett á nokkrum mínútum? En það er það sem ætlast er til af mér í verkefnum fyrir Der Spiegel. Enn á ný senda þeir blaðamenn hingað til að fjalla um skrítnu eyjuna í norðri og hvernig okkur reiðir af eftir efnahagshrun.

Össur Skarphéðinsson (born 19 June 1953) Minister for Foreign Affairs in Iceland since February 2009. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Myndirnar hér að ofan af Geir Haarde og Össur Skarphéðinssyni eru teknar með PocketWizard MiniTT1 / FlexTT5 kerfinu. Það er algjör draumur í svona verkefni þar sem maður hefur engan tíma til að ljósmæla og hlaupa fram og tilbaka á flössin til að stilla styrk. Ég get flakkað að vild með stillingar á ISO, ljósop, lokarahraða og kerfið bregst alltaf við.

Myndin af Geir er skotin á Nikon D3s með Nikkor 24mm f/1.4G linsu, lýsingin eru tvö SB-900 flöss í silfraða regnhlíf. Myndin af Össur er skotin á Nikon D3s með Nikkor 85mm f/1.4G linsu (galopin) og lýsingin er eitt SB-900 flass á borði sem endurkastar ljósi frá vegg og svo er eitt SB-800 flass í regnhlíf sem örlítið uppfyllingarljós.

Þýskir sjóræningjar á Íslandi

Members of the german Piraten Partei in front of the statue of Jón Sigurðsson,  leader of the 19th century Icelandic independence movement. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

í október fékk ég það verkefni að skrásetja heimsókn þriggja meðlima þýska sjóræningaflokksins – Piraten Partei –  ásamt blaðamanni Der Spiegel. Flokkur þessi hefur náð töluverðu fylgi í Berlín þar sem fengu 8.9% fylgi og 15 sæti á þingi. Þeir komu hingað m.a. til að hitta meðlimi Besta flokksins og kynna sér hvernig meðlimum flokksins hefur gengið að fóta sér á nýjum starfsvetvangi.

Members of the german Piraten Partei get a tour of Alþingi Parlament building in Reykjavik lead by Guðmundur Steingrímsson. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Flokkurinn minnir á Besta flokkinn að því leyti að meðlimir hans hafa enga reynslu af politík og koma til dyrana eins og þeir eru klæddir. Andstæðingar þeirra í stjórnmálum hafa átt erfitt með að taka á þeim, því þeir viðurkenna blákalt þegar þeir vita ekki svörin við spurningum. Líkt og Besti flokkurinn fengu þeir fyrst og fremst óánægjufylgi. Því virðist sem þreyta almennings á hefðbundinni stjórnsýslu og stjórnmálaflokkum sé hnattræn.

Þeir félagar gerðu mikið úr möguleikum Íslands í því að hýsa hér örugga netþjóna. Þeir vilja meina að við séum í einstakri stöðu til að skapa öruggari netþjónabú. Hér ætti t.d. WikiLeaks og sambærilegt viðkvæmt efni heima. Þeir hittu meðal annars Birgittu Jónsdóttur í tengslum við þetta.

Members of the german Piraten Partei   meeting with Birgitta Jónsdóttir at Café Hressó Reykjavík. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Þetta eru miklir tölvunerðir og stefnumál flokksins snúast ekki síst um óheftan aðgang að Netinu, bann við hvers konar ritskoðun á efni þess og að fjarskiptatækni verði aðgengileg almenningi á hagstæðari kjörum. Þeir vilja auka gagnsæi stjórnsýslunnar með því að innleiða opinn gagnagrunn sem sýnir hvernig málefni og hugmyndir fæðast, hverjir eru með eða á móti – ekki ósvipað og Reykjavíkurborg hefur innleitt með Betri Reykjavík.

Members of the German Piraten Partei by Lake Kleifarvatn on the Reykjanes Peninsula, Iceland. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Gnarrenburg

Enn leita þeir hjá Der Spiegel til mín með verkefni.  Að þessu sinni var verið að fjalla um borgarstjórann okkar, Jón Gnarr. Blaðamaðurinn var greinilega bjartsýnn maður og taldi víst að við fengjum tíma til að draga Jón frá Ráðhúsinu upp í Perluna til að fá portrett með Reykjavík í baksýn. Fimm mínútna myndataka rétt utan við Ráðhúsið, eftir um klukkutíma bið er nær lagi.

Jón Gnarr, Mayor of Reykjaví­k City. Also an Actor and Comedian. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Það er mjög gaman að vinna með fagmanni sem vinnur alvöru rannsóknarblaðamennsku. Hann talaði við mikið af fólki, bæði vini Jóns og andstæðinga til að fá glögga mynd af manninum og borginni hans. Reykjavík er óneitanlega orðin svolítil Gnarrenburg. Man e-h eftir þættinum? Hann varð reyndar ekki langlífur, en það var í fyrsta skipti sem ég myndaði Jón á sínum tíma árið 2002. Ef e-h hefði sagt mér að átta árum seinna væri hann orðinn Borgarstjóri Reykjavíkur hefði ég líklega sagt: “Yeah right!” Á þessum tíma tengdi maður þá félaga Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson eingöngu við Tvíhöfða og Fóstbræður.

Sigurjón Kjartansson, Musician, Actor and Comedian. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Mér líkar vel að ljósmynda fyrir Der Spiegel. Þeir vilja eingöngu “straight-forward” portrett. Enga stæla eða stíliseringu, enda er ekki gert ráð fyrir löngum tím í sjálfar tökurnar. Spiegel notar almennt ekki stórar myndir, þeirra “sell” er textinn, ólíkt Stern sem er mikið myndablað. Ásamt því að mynda borgarstjórann tók ég myndir af Sigurjóni Kjartans og Ragnari Bragasyni.

Ragnar Bragason, director. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

 

Íslenskir listamenn

Einar Már Guðmundsson, rithöfundur. ©2010 Christopher Lund.

Ég fékk smá verkefni fyrir Der Spiegel um mánaðarmótin. Áhugi Þjóðverja á Íslendingum hefur ekki minnkað í takt við gengi krónu. Hér á landi eru nefnilega til áhugaverðari hlutir (aðrir en peningar). Á Íslandi er öflugt menningarlíf. Og nú velta menn því fyrir sér hvernig því vegnar, á þessum nýju tímum.

Jón Páll Eyjólfsson, leikari og leikstjóri. ©2010 Christopher Lund.

Mér finnst gaman þegar Der Spiegel hefur samband. Verkefnin fyrir þá eru fjölbreytt, en eiga það þó sameiginlegt að þeir vilja fá “alvöru” myndir. Þá á ég við portrett sem eru ekki stílfærð eða sviðsett. Það þarf að vera tenging við manneskjuna sem er raunveruleg.

Barði Jóhannsson, tónlistarmaður. ©2010 Christopher Lund.

Þetta eru allt íslenskir listamenn sem ég lít upp til. Ég held að myndirnar gefi það líka til kynna.

Þýski spegilinn

Við Innstadal. ©2009 Christopher Lund.
Við Innstadal. ©2009 Christopher Lund.

Ég var á flakkinu með þýskum blaðamanni mestan part síðustu viku. Hann var frá Der Spiegel, en ég hef unnið reglulega fyrir þá undanfarin ár – síðast í febrúar. Þá var verið að fjalla um hrunið (hvað annað) út frá vinklinum: “Ísland- tilraunarstofa alþjóðlega efnahagshrunsins”. Nú var sem sagt verið að fylgja því eftir og svara spurningunni “Af hverju er Ísland ekki orðið gjaldþrota?”.

Ég vill meina að Þjóðverjar séu okkar bestu vinir. Ég hef alla vega aldrei hitt Þjóðverja sem er ekki yfir sig hrifin af landi og þjóð. Blaðamaðurinn var engin undantekning. Ferðin í Innstadal á föstudaginn, rétt áður en hann flaug svo heim seinnipartinn, heillaði hann upp úr skónum. Enginn Gullfoss og Geysir. Bara hraun, mosi, jarðhiti, víðerni og smá dass af Land Rover. Tölurnar tala líka sínu máli. Þjóðverjar hafa lengi trónað á toppnum yfir fjölda erlendra ferðamanna hér á landi.

Þrátt fyrir þetta held ég að margir Íslendingar taki ekki allt of vel á móti Þjóðverjum. Þjóðsagan um að þeir kaupi lítið sem ekkert og steli svo klósettpappír, sápu og handklæðum er líka langlíf.

Við Íslendingar eigum það til að líta ansi stórt á okkur. Kannski er það óumflýjanlegt, því það hefur bókstaflega verið alið á þessu í gegnum tíðina. Þjóðernishyggjan var óspart notuð á tímum sjálfstæðisbaráttunnar, með góðum árangri. Og stjórnmálamenn dagsins í dag róa gjarnan á sömu mið þegar á móti blæs.

Ég veit ekki með ykkur, en mér er afar illa við það þegar menn fara að tala á þessum þjóðernisnótum. Í mínum huga lýsir það ótta og óöryggi. Og pólitík byggð á slíku er ekki vænleg til árangurs.