Sunnudagsbíltúr

Árni í brekku rétt ofan við Tröllháls, norðan við Tröllhálsgil. Í baksýn eru m.a. Lágafell og Sandkluftir. © 2009 Christopher Lund.
Árni í brekku rétt ofan við Tröllháls, norðan við Tröllhálsgil. Í baksýn eru Sandkluftir og Lágafell - auk Lundans auðvitað! © 2009 Christopher Lund.

Á sunnudaginn var fórum við í skemmtilegan bíltúr ásamt þeim Hildi og Árna að Hvalvatni. Upphaf leiðarinnar er uppi á Tröllhálsi af leið sem margir kalla Uxahryggjaleið.

Hvalvatn er 4,1 km², dýpst 180 m og í 378 m hæð yfir sjó. Það er talið annað dýpsta stöðuvatn landsins á eftir Öskjuvatni. Útfall vatnsins er Botnsá, sem rennur til Hvalfjarðar.

Vindblásinn hlíð og snjór ofan við Tröllháls. ©2009 Christopher Lund.
Vindblásinn hlíð og snjór ofan við Tröllháls. ©2009 Christopher Lund.

Það var kominn töluverður snjór, enda fýkur fljótt í skafla í þessari hæð. Við Árni fengum því aðeins að reyna á bílana. Ekki get ég nú sagst vera vanur svona vetrarakstri á jeppum. Það er því kærkomið að prófa sig áfram við svona rjómaaðstæður.

Guðrún Ragna og Ari Carl ofan við Hvalvatn. ©2009 Christopher Lund.
Guðrún Ragna og Ari Carl ofan við Hvalvatn. ©2009 Christopher Lund.

Við vorum með yngstu gríslingana með, þau Guðrúnu Rögnu og Ara Carl. Þetta er tilvalin dagsferð þegar vel viðrar, taka með sér gott nesti og njóta náttúrunnar, í raun örstutt frá bænum.

Hér má skoða þessar myndir og fleiri sem slideshow.