Fjallabak í sand og ösku

Það var ekki kræsilegt að Fjallabaki á mánudaginn var. Norðaustan 15 m/s þýðir sand- eða öskufok fyrir allan peninginn á þessum slóðum. Farþegarnir mínir voru ljósmyndari frá New York og konan hans. Þrátt fyrir netta ‘Desert Storm’ – stemningu voru þau í skýjunum með túrinn.

Ég arkaði meira að segja með þau inn Grænagil og upp að Brennisteinsöldu. Það var magnað að vera þarna í svona döpru skyggni. Ég hef farið ófáar ferðirnar inn í Laugar í alls konar birtu og veðri. Það virðist alltaf vera hægt að ná e-h með sér heim sem er brúklegt. Ég er alla vega að fíla þessa ramma ágætlega… hvað finnst þér?