Kærkomnir endurfundir

Saltvatn skolað af Nikon D3x

Ég stútaði myndavél í sumar. Nikon D3x vélin mín steyptist fram af kletti og ofan í sjó, ásamt Nikkor AF-S 14-24mm f/2.8G og Gitzo þrífót. Svona klaufar eins og ég eru tryggðir upp í rjáfur, en engu að síður þokkalegasta tjón þar sem sjálfsábyrgðin er 15%. Ég hafði strax samband við Beco sem fóru á fullt að útvega mér nýrri vél. Lagerstaða á D3x hefur verið lág um allan heim og því tók tíma að redda vél. Beco lánuðu mér D3x ítrekað í sumar endurgjaldslaust sem er frábær þjónusta. Ég var því frekar aumur að geta ekki gengið frá kaupum þegar vélin kom nokkrum vikum síðar. Tryggingarféð hafði að sjálfsögðu  horfið í reksturinn og ég kaupi ekki svona dýra hluti nema sjá fyrir endan á fjármögnun.

Við tóku vikur án D3x og því lengra sem leið, því líklegra fannst mér að Nikon myndu kynna nýja D800 eða D4. Það voru alls konar sögusagnir í gangi, en ekkert hefur enn bólað á D-SLR uppfærslum. Fyrir síðustu helgi gat ég bara ekki verið án D3x lengur og gekk frá kaupum á nýrri vél. Beco var reyndar búin að selja vélina sem upphaflega var pöntuð fyrir mig, en áttu aðra. Ef maður skoðar lagerstöðu víða um heim, sést að það er mjög lítið til af Nikon D3x og jafnvel líka D3s. Það má því teljast nokkuð magnað að hún skuli vera til á lager hér á Íslandi.

Allar pælingar mínar varðandi að kaup á röngum tíma hurfu um leið og ég byrjaði aftur að skjóta með vélinni á föstudaginn var. Það er bara e-h galdur við D3x. Hún hefur einstakan karakter. Tónasviðið (D-range) er frábært í landslagið og ég hef ekki enn fundið vél sem skilar húðtónum betur. Vissulega væri gaman að fá HD video og hraðari örgjörva svo hún réði við meira en 1.8 ramma á sek þegar skotið er í 14bit. En ég er afar sáttur að vera loks kominn x-inn aftur í töskuna.

Bruðlið í Skjálfandafljóti

The Aldeyjarfoss waterfall is situated in the north of Iceland at the northern part of the Sprengisandur Highland Road which means it is to be found within the Highlands of Iceland. One of the most interesting features of the waterfall is the contrast between the black basalt columns and the white waters of the fall. The river Skjálfandafljót drops here from a height of 20 m. The basalt belongs to a lava field called Frambruni or Suðurárhraun, hraun being the Icelandic designation for lava. Aldeyjarfoss er foss í Skjálfandafljóti í Bárðardal. Fossinn er umkringdur stuðlabergi sem er hluti af hraunþekjunni Frambruna eða Suðurárhrauni. Hvíti litur jökulfljótsins þykir mynda skemmtilega andstæðu við dökkt bergið. Fallið er um 20 metrar.

Alþingismaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson lét þessi orð falla í ræðu sinni á eldhúsdagsumræðum: “…Erlendir fjárfestar eru fældir frá með tali um þjóðnýtingu. Á meðan renna vötnin til sjávar – óbeisluð, engum til gagns…”

magnað…

Tryggvi hefur rétt fyrir sér að mikil verðmæti felast í óbeisluðum stórfljótum Íslands.
Það er meira að segja tvöfaldur regnbogi við Aldeyjarfoss.

En ég er ekki sammála því að óbeisluð séu þau engum til gagns. Það liggur fyrir að ferðamannastraumur hingað til lands hefur aldrei verið meiri. Stærsti hluti ferðamanna tilgreinir náttúru landsins sem helsta aðdráttaraflið þegar ákvörðun var tekin að koma til Íslands. Ferðaþjónustan er nú mikilvægari póstur í landsframleiðslu en nokkru sinni fyrr. Þar erum við að tala um raunveruleg margföldunaráhrif og afleidd störf. Ekki tímabundin og einhæf störf sem tengjast ofur-innspýtingum líkt og við stóriðjuframkvæmdir.

Hversu stóran skell þarf að taka til að átta sig á því að stefnan var röng?
Hvenær hættum við að reikna út lífsgæði í Excel™?

 

Gnarrenburg

Enn leita þeir hjá Der Spiegel til mín með verkefni.  Að þessu sinni var verið að fjalla um borgarstjórann okkar, Jón Gnarr. Blaðamaðurinn var greinilega bjartsýnn maður og taldi víst að við fengjum tíma til að draga Jón frá Ráðhúsinu upp í Perluna til að fá portrett með Reykjavík í baksýn. Fimm mínútna myndataka rétt utan við Ráðhúsið, eftir um klukkutíma bið er nær lagi.

Jón Gnarr, Mayor of Reykjaví­k City. Also an Actor and Comedian. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Það er mjög gaman að vinna með fagmanni sem vinnur alvöru rannsóknarblaðamennsku. Hann talaði við mikið af fólki, bæði vini Jóns og andstæðinga til að fá glögga mynd af manninum og borginni hans. Reykjavík er óneitanlega orðin svolítil Gnarrenburg. Man e-h eftir þættinum? Hann varð reyndar ekki langlífur, en það var í fyrsta skipti sem ég myndaði Jón á sínum tíma árið 2002. Ef e-h hefði sagt mér að átta árum seinna væri hann orðinn Borgarstjóri Reykjavíkur hefði ég líklega sagt: “Yeah right!” Á þessum tíma tengdi maður þá félaga Jón Gnarr og Sigurjón Kjartansson eingöngu við Tvíhöfða og Fóstbræður.

Sigurjón Kjartansson, Musician, Actor and Comedian. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

Mér líkar vel að ljósmynda fyrir Der Spiegel. Þeir vilja eingöngu “straight-forward” portrett. Enga stæla eða stíliseringu, enda er ekki gert ráð fyrir löngum tím í sjálfar tökurnar. Spiegel notar almennt ekki stórar myndir, þeirra “sell” er textinn, ólíkt Stern sem er mikið myndablað. Ásamt því að mynda borgarstjórann tók ég myndir af Sigurjóni Kjartans og Ragnari Bragasyni.

Ragnar Bragason, director. (Christopher Lund/©2011 Christopher Lund)

 

Að skjóta ísbjörn

Ég póstaði tvíræðum status í fyrradag á Facebook og sagðist ætla fara að skjóta ísbjörn. Einhverjir föttuðu ekki tvíræðnina og systir mín hringdi í mig áðan og spurði hvort ég væri á Grænlandi, því hún hafði frétt af meintum ísbjarnarveiðum mínum!

Bjargey Ólafsdóttir listamaður bað mig um að taka myndir af verki sínu á Langjökli, en þar var í dag málaður þessi 90x50m rauði ísbjörn. Verkið er hluti af 350 Earth project þar sem listamenn um allan heim gera risastór umhverfislistaverk. Ég vill meina að verkið hennar Bjargeyju sé með þeim flottari!

Það var Jón Spaði hjá Norðuflugi sem flaug með okkur Besta tökumann, en hann skaut líka þetta video á RED.

Á mánudag verður fjallað um verkið og Bjargey í Kastljósi.

Frekar skemmtilegur dagur í vinnunni í dag myndi ég segja.

Laugar að hausti

Þegar veðurspáin var svona góð eins og hún var fyrir síðustu helgi vissi ég að ég yrði að komast inn í Laugar. Ég ætlaði að tjalda, en þar sem það var laust í skála ferðafélagsins ákvað ég að gista frekar þar enda með börnin með mér. Við erum ágætlega græjuð en eigum þó ekki dúnpúka fyrir alla fjölskyldumeðlimi! Það er gaman að koma inn í laugar að hausti. Ferðamennirnir eru á bak og burt enda mesta ferðatímabilið liðið. Sumir forðast Landmannalaugar á sumrin sökum þess að þar er oft ansi þröngt á þingi. Þessa helgina var þó langt frá því fámennt. Bændur eru enn að ná í síðustu eftirlegukindurnar svo það var líf og fjör í skála FÍ.

Við fengum fallega birtu báða dagana, þó að ég hafi náð hlutfallslega fleiri góðum myndum á laugardeginum. Síðdegisbirtan er heit og falleg á þessum árstíma. Morgunbirtan blokkerast af Norðurbarminum svo sólarupprás nær ekki að sleikja Laugahraunið og Brennisteinsöldu líkt og á sumrin. Engu að síður gríðarlega fallegt að vera staddur í hlíðum Bláhnjúks við sólarupprás. Og líka auðveldara að leggja í göngu um sjö leytið frekar en fjögur eins og í sumar!

Á sunnudeginum dóluðum við okkur svo dómadalsleið heim á leið með viðkomu að Eskihlíðarvatni. Lífið er ljúft þegar maður á svona stundir með börnunum sínum. Það eru forréttindi að búa í landi eins og okkar. Vonandi höfum við vit á því að varðveita landið fyrir komandi kynslóðir í stað þess að fórna því fyrir næstu skyndilausn í efnahags- og atvinnumálum.

Út að leika

Suma daga verður maður bara að fara út að leika. Mánudagar eru sérstaklega góðir í það. Ekki síst ef maður þarf að prófa nýjan bíl. Ég er loksins kominn aftur á Land Rover Discovery. Það tók svolítinn tíma að landa þessum en það gekk fyrir rest. Fyrri eigandi hefur hugsað vel um hann og það leyndi sér ekki í dag. Hrikalega mjúkur og fínn, hleypti úr niður í 12 pund og þá fann maður varla fyrir stórgrýtinu.

Ég ákvað að taka smá hring sunnan við Skjaldbreið. Fór austan megin inn á Bláskógarheiðina, svo  meðfram Skjaldbreið að Hlöðufelli og suður Rótarsand niður á Laugarvatn. Það blés svolítið upp á Rótarsandi eins og sést á þessari mynd hér fyrir neðan. Fínn sandurinn minnti mig á það þegar ég var að mynda í öskufalli úr Eyjafjallajökli. Hugsanlega er hún eitthvað í bland þarna.

Smellti mér svo upp á Lyngdalsheiði og af henni aftur norður að Skjaldbreið. Hafði ekki farið þessa leið áður en hún er mjög falleg í kvöldsólinni, þar sem maður þræðir með fjöllunum. Þó að myndavélin hafi verið með í för tók ég nú fáar myndir. Þetta var meira svona ökuferð sko!