Vetrarfrí

Sólarupprás í sveitinni. ©2010 Christopher Lund.
Sólarupprás í sveitinni. ©2010 Christopher Lund.

Við vorum svo heppin að næla okkur í bústað yfir langa helgi í Skagafirði, nánar tiltekið að Steinsstöðum. Krakkarnir voru í vetrarfríi í skólanum fram á miðvikudag. Þessi vetrarfrí eru svo ný af nálinni að það er auðvelt að gleyma þeim. Ný að nálinni fyrir svona háaldaraða eins og mig alla vega. Til að þessi frí verði nú að einhverju er nauðsynlegt að komast aðeins út úr bænum, þó að það sé dálítil keyrsla fyrir ekki mjög langan tíma.

Ari Carl einbeittur í tölvuleik. ©2010 Christopher Lund.
Ari Carl einbeittur í tölvuleik. ©2010 Christopher Lund.
Arndís með nýjum vini sínum. ©2010 Christopher Lund.

Þar var dásemdar veður alla helgina. Blankalogn og brakandi frost. Við nutum þess aðallega að slaka á í sveitinni. Ég fór þó í göngutúr með Arndísi upp á Reykjatungu og á sunnudeginum gerðum við okkur ferð út á Hofsós til að prófa nýju sundlaugina sem þær Lilja Pálmadóttir og Steinunn Jónsdóttir athafnakonur gáfu íbúum á Hofsósi. Hún er glæsileg, flott hönnun á húsinu sem fer lítið fyrir. Laugin sjálft er lítil, enda myndi ekki passa að vera með mjög stóra laug með á þessum stað. Útsýnið frá henni er einstakt. Eftir sundið renndum við svo inn á Krók og heimsóttum góða vini og fengum dýrindis vöfflukaffi.

Arndís úti í ljósaskiptunum. ©2010 Christopher Lund.
Arndís úti í ljósaskiptunum. ©2010 Christopher Lund.

Í svona ferðum ljósmynda ég yfirleitt svolítið (surprice, surprice!). Fer þá gjarnan með smá dóteri með mér. Í þetta sinn rötuðu litlu Nikon SB-900 og SB-800 flössin með ásamt tilbehör, nettum ljósastöndum, bracketum og regnhlífum. Ég er orðinn mjög hrifinn af Nikon flash-kerfinu. Það er auðvelt að blanda því við ambient ljósið og mælingarnar eru oftast nokkuð góðar. Með Nikon SU-800 þráðlausa sendinum stýrir maður allt að þremur hópum af ljósum, hvort sem maður vill notfæra sér i-TTL mælinguna eða stilla aflið handvirkt með Manual stillingu. Myndin af Ara í tölvunni hér að ofan er tekin með smá aðstoð frá stöku SB-900 sem ég festi með Justin Clamp á hitaveiturör á veggnum. Skotið á Nikon D3s, Nikkor 50mm f/1.4G , ISO 400 á f/2.0 og 1/60s. Ég stilli vélina á ljósops forval með -1 EV undirlýsingu og flassið +0.7EV yfirlýsingu. Á flassinu er diffuser dome og mig minnir að ég hafi þrengt geislann í 70mm stillinguna. Á myndinni af Arndísi út í ljósaskiptunum er ég aftur með SB-900 en í þetta sinn skotið í gegnum hvíta regnhlíf. Það var orðið frekar lítið ljós úti svo ég vann á ISO 800 á f/2.0 og 1/60s. Á Nikon D3s er ég að nota Nikkor 85mm f/1.4D sem gefur þetta fallega bokeh. Nýja linsan á víst að vera enn betri, uppfærð með AF-S mótor og 9-blaða lokara. Andsk… uppfærslur alltaf hreint…

MegaPixlar síðustu daga

Mikki pósar á skrifborðinu. ©2009 Christopher Lund.
Mikki pósar á skrifborðinu. ©2009 Christopher Lund.

Hvort skiptir meira máli, fjöldi pixla eða gæði þeirra? Ég hef séð 39 Megapixla myndir sem gera sig ekkert endilega betur stækkaðar en aðrar sem eru ekki nema 12 Megapixla. Framleiðendur myndavéla koma sífellt með nýjar útgáfur af vélum, sérstaklega í flokknum sem er ætlaður svokölluðum Prosumer, sem mætti þýða á íslensku sem faghugar. Svona blanda af fag- og áhugamanni. Þar er alltaf verið að hækka upplausn, því það þarf að vera ástæða fyrir fólk að uppfæra.

Ég var að niðurfæra. Seldi 21 Megapixla vél og keypti mér 12 Megapixla. Ég á reyndar ennþá aðra 21 Megapixla þannig að niðurfærslan var nú ekki alger. En þessir nýju 12 megapixlar eru alveg hreint frábærir. Bestu 12 megapixlar sem ég hef átt.

Svona rústar maður jólaskrauti. ©2009 Christopher Lund.
Svona rústar maður jólaskrauti. ©2009 Christopher Lund.

Ég keypti svona Lastolite Triflash bracket í Beco á föstudaginn. Ég prófaði Nikon SU-800 sendinn um daginn og þó að ég hafi ekki keypt hann strax þá endaði með því að hann fékk að fljóta með sendingu frá BHphoto í vikunni. Að geta sett allt að þrjú flöss á sömu regnhlíf er sniðugt. Það eykur aflið auðvitað, en það sem vegur mun þyngra er hversu mikið fljótari flössin eru að hlaðast fyrir næsta skot. Ég lék mér aðeins með þetta hérna heima um helgina. Það verður að segjast að það er ákaflega þægilegt að nota kerfið og þurfa ekki að mæla ljós og hlaupa fram og tilbaka til að stilla flössin.

Bjargey með Mikka trefil. ©2009 Christopher Lund.

Það er ljóst að ég kem til með að leika mér töluvert meira með þessi minni flöss í framtíðinni og jafnvel fjárfesta í einu eða tveimur í viðbót. Nýju SB-900 flössin frá Nikon er ansi skemmtileg, koma með svona diffuser dome og sérstökum haldara fyrir lita-gelin svo maður þarf ekki gaffer tape eins og venjulega. Aflið er gott og hægt að stilla svið geislans frá 14-200 mm.

Efsta myndin af Mikka er skotin með tveimur SB-900 í silfraða regnhlíf. Þessi hér að ofan af Bjargey með Mikka trefil er hins vegar skotin með einu SB-900 í gegnum hvíta regnhlíf. Í báðum tilfellum nota ég Manual stillingu á vélinni, vel mér ljósop og hraða og læt svo CLS-kerfið í Nikon um ljósmælinguna fyrir styrkinn á flassinu. Ég er að læra meira á þetta kerfi og verð hrifnari með hverri töku.

Sólmundur tékkar á skerpunni. ©2009 Christopher Lund.
Sólmundur tékkar á skerpunni. ©2009 Christopher Lund.